Fimm stöðu­gildi heimilis­lækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir

Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi.

„Við höfum auðvitað lengi barist fyrir auknu fjármagni í kerfið og þá fáum við gjarnan þau mótrök að það vanti ekki pening, það sé verið að sóa. Ég held að bæði rökin eigi við. Við ákváðum að taka þetta sérstaklega fyrir á Læknadögum í ár, sóunina. Við sjáum hana víða og þetta er svo sem alþjóðlegt vandamál en hérlendis vorum við mest að horfa á öldrunarþjónustuna, við vorum að horfa á heilsugæsluna, rafrænu tölvukerfin sem eru vel úrelt og biðlista,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélagsins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sjá nánar frétt á visir.is