„Það var gríðarlegur samtakamáttur hérna seinast og allir lögðust á eitt, en maður finnur ekki alveg sama andann í þetta skiptið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir á göngudeild COVID-19 á Landspítalanum í viðtali við mbl.is.
„Ég held að við hefðum kosið að fá smá andrými, auðvitað hefði líka átt að vera búið að semja við heilbrigðisstéttir,“ segir hann og bendir á að ósamið er við lækna og launaliður í samningi hjúkrunarfræðinga á leið í gerðardóm.
Ragnar segir í fréttinni að fólkinu með virk smit á landinu heilsist öllu vel þessa stundina. Enginn er inniliggjandi af þeim tíu virku smitum sem vitað er af á landinu. Hann segir að ef faraldur skellur á af fullum þunga sé deildin í ástandi til að takast á við það. Það gæti þó orðið tvísýnt.
„Enn sem komið er eru þetta rólegheit hjá okkur en helmingurinn af starfsliðinu er samt í sumarfríi. Þannig að ef það kemur faraldur þá er helmingur fólksins hérna ekki í vinnu. Við vorum ekki höfð með í ráðum þegar ákveðið var að opna landamærin og það er engin sérstök stemning hér á meðal starfsfólks að fara að glíma við þetta vandamál strax aftur,“ segir hann við mbl.is.
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga