„Mér sárnar fyrir hönd íbúa á hjúkrunarheimilum sem virðast eiga sér fáa talsmenn. Margir greiða hátt verð fyrir dvölina en fá litlu að ráða.“ segir Helga Hansdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu 16. febrúar sl.
Samningar ríkisins við hjúkrunarheimili landsins runnu út á síðasta ári og fjárlög gera ráð fyrir að lækka greiðslur til þeirra á þessu ári. Fyrir hjúkrunarheimilið Mörkina þýðir það um 50 milljóna niðurskurð. Rekstur hjúkrunarheimila hefur lengi verið erfiður og mörg heimili barist í bökkum við að veita lögboðna þjónustu.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga