Fjölbreytileg einkenni COVID á andlega líðan - Ólafur Þór á Bylgjunni

„Við sjáum fjölbreytileg einkenni, einbeitingartruflanir, svefntruflanir,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Einkennin séu fjölbreytt en þó ekki sjúkdómar. Fólk þurfi að fylgjast með hvort breyting sé að verða á líðan þess.

Ólafur Þór var á Bylgjunni nú í morgunsárið. Hann ræddi andlega líðan þjóðarinnar, Streituskólanum og Heilsuvernd með forvarnarverkefni sem unnið sé að. Andleg líðan í heimsfaraldri sé rannsökuð. 

Ólafur sagði frá því að markmið rannsóknarinnar væri að auka skilning á líðaninni og meðvitund fólks um andlega líðan sína. 1.300 hafi tekið þátt. Framhaldsrannsókn sé í bígerð.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Hlusta má á viðtalið við Ólaf hér.