Fjölmennur félagsfundur LÍ um stöðuna í kjaramálum

Liðlega hundrað lækna mættu á félagsfund í gærkvöldi, sem boðaður var af hálfu stjórnar og samninganefndar LÍ til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum LÍ við ríkið. Tilgangur fundarins var ekki að ræða mögulegar aðgerðir til að knýja fram kjarasamning heldur upplýsa félagsmenn um stöðuna. Um það sáu Steinunn Þórðardóttir formaður LÍ og Mikael S. Mikaelsson formaður samninganefndar LÍ. Miklar og almennar umræður voru á fundinum um stöðuna.

Fundurinn samþykkti með dynjandi lófataki að þakka samninganefnd LÍ fyrir ötult starf, að skora á stjórnvöld að leita allra leiða til að semja strax við lækna og að samninganefnd og stjórn LÍ fari strax í að undirbúa verkfallsaðgerðir lækna.

Í dag hefur formaður LÍ verið í viðtölum í fjölmiðlum um stöðuna,.
Hér eru nokkrir hlekkir á viðtöl:

Læknar og ríkið funda tvo daga í röð - á ruv.is 
Verkföll lækna gætu hafist um miðjan nóvember - á mbl.is 
Skýr krafa meðal lækna að hefja undirbúning verkfallsaðgerða - á visir.is