Fjölveikindi eru ein stærsta áskorun læknisfræðinnar á 21 öld. Þetta segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, í viðtali við Bergljót Baldursdóttur fréttamann á RÚV í Samfélaginu.
„Fjölveikindi eru mun algengari nú á dögum en þau voru hér áður fyrr. Flest allir sem leita eftir læknisþjónustu hvort sem farið er til heimilislækna eða á spítala glíma við fjölveikindi,“ segir í fréttinni.
Vísað er í ritstjórnargrein Aðalsteins Guðmundssonar, sérfræðings í almennum lyf og öldrunarlækningum og klínískan dósent í öldrunalækningum, sem hann skrifaði í Læknablaðið fyrir nokkru.
Margrét Ólafía segir í viðtalinu að ætla megi að 30% þeirra sem leiti til heilsugæslunnar glími við fjölveikindi.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga