Fjórir læknar voru meðal þeirra 43 sem fengu framgang í starfi hjá Háskóla Íslands nú í lok skólaárs. Það eru þeir Bertrand Lauth, barna- og unglingageðlæknir í starf dósents við Læknadeild, Sigurbergur Kárason, svæfingalæknir í starf prófessors við Læknadeild, Viðar Eðvarðsson, barnalæknir í starf prófessors við Læknadeild og Þorvarður Jón Löve, gigtarlæknir í starf prófessors við Læknadeild.
Í frétt á vef Háskóla Íslands segir að árlega geti akademískir starfsmenn sótt um framgang í starfi. Jafnan sé hann veittur einu sinni á ári eða í lok skólaárs. Mat á umsóknum sé í höndum sérstakrar framgangsnefndar en hún leiti álits hjá dóm- og framgangsnefndum hvers fræðasviðs.
„Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum skuli veita framgang,“ segir á vef Háskóla Íslands.
Hér má sjá lista yfir aðra sem hlutu framgang í lok skólaársins.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga