„Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að lýtalækningum hafi fjölgað hér á landi í Covid. Hann var gestur Ingunnar Sig og Heiðar Óskar í HI beauty hlaðvarp og birtist frétt úr því á Vísi.
Hannes segir starf lýtalæknis fjölbreytt og skemmtilegt en háskólanámið hans hafi þó tekið meira en 17 ár. Lesa má viðtalið hér.
Hannes var í viðtali við Læknablaðið í maí í fyrra og má nálgast viðtalið hér.
Mynd/Læknablaðið/gag
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga