Flottur árangur gegn COVID-19 - Björn Rúnar á Rás 2

„Þessi árangur sem hefur náðst á Landspítala við meðhöndlun á sjúkdómnum er einstakur. Það er ótrúlega flottur árangur. Dánartíðning með því lægsta sem gerist í heiminum og hlutfall þeirra sem nær góðum bata er hár,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítala, í Morgunútvarpi Rásar 2.

Björn Rúnar ræddi þar veiruna og gömul lyf sem nýtt hafa verið gegn COVID-19. Hann ræddi einnig hvernig hægt sé að gera ýmislegt til að styrkja ónæmiskerfið í baráttunni við kórónuveiruna. Hann sagði að hér á landi væri hægt að bregðast skipulega við með því að beita lyfjum eftir ákveðnum ábendingum sem minnki líkur á að fólk fari á alvarlegustu stig veikindanna.

„Þessi veira er ansi lúmsk og illkvittin. Hún getur sparkað illilega í ónæmiskerfið,“ sagði Björn Rúnar. 

Mynd/Læknablaðið/gag

Hlusta má á viðtalið hér.