Fólk upplifi „sjóriðu“ í skjálftunum - Hannes á RÚV

„Það er ekkert að inni í mér heldur er undirlagið truflað,“ bendir Hannes Pedersen, prófessor við læknadeild HÍ, fólki á að hugsa fái það skjálftariðu nú í skjálftahrinunum. Hann segir í fréttum RÚV fólk vant því að jörðin sé stöðug undir því og því skiljanlegt að sumir upplifi sjóriðu. Skjálftarnir geti vanist og skjálftariðan hopað.

„Líkaminn á sér sína hægu grunnsveiflu sem er tilkomin vegna rennslis blóðs í æðunum, við drögum inn andann og öndum honum frá okkur og það er fæða að ferðast um meltingarveginn. Allt gerir þetta að við sveiflumst örlítið til, kannski með taktinum 0,1 til 0,2 rið en um leið og það kemur einhver sveifla á þetta undirlag sem á að vera kjurrt, sem er nokkurn veginn í sama takti, þessi hæga undiralda. Þá fer heilinn að spyrja sig, er þetta mín grunnhreyfing eða er þetta eitthvað annað og það nægir til að setja heilann úr skorðum.“

RÚV greindi frá því í gær að skjálftahrinan á Reykjanesskaga sé farin að hafa áhrif á heilsu fólks, heilastarfsemi og líðan.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Fréttina má lesa hér.