„Ný rannsókn sýnir að ósæðarlokuísetningar með þræðingartækni hafa reynst afar vel á hjartadeild Landspítalans síðan þær hófust árið 2012 og eru langflestir sjúklingar á lífi ári eftir aðgerð.“ Um er að ræða svokallaðar TAVI-aðgerðir. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu og voru þær Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, lektor og yfirlæknir hjartaþræðinga, og Katrín Júníana Lárusdóttir læknanemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær.
Rannsóknin var hluti BS-verkefnis Katrínar og leiðbeindu Ingibjörg og Tómas Guðbjartsson henni. Fræðigreinin birtist í Læknablaðinu og er forsíðumynd blaðsins frá TAVI-aðgerð.
Mynd/Skjáskot/Læknablaðið
Sjá frétt Fréttablaðsins hér.
Hlusta á viðtalið við Katrínu og Ingibjörgu hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga