Á nýafstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var í Reykjavík 29. og 30. október var eindregnum stuðningi lýst yfir við störf sóttvarnalæknis á tímum COVID-19 farsóttarinnar og mælst til þess að almenningur standi áfram með sóttvarnayfirvöldum.
Fram kom á fundinum að mikilvægt væri að efla viðbragðsgetu Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri á þessum erfiðu tímum. Þá var því beint til komandi ríkisstjórnar að tryggja verði starfsemi hefðbundinnar læknisþjónustu og koma í veg fyrir töf á sjúkdómsgreiningum og aðgengi að meðferðarúrræðum við öðrum alvarlegum sjúkdómum. Þá þjónustu þurfi að styðja og efla á ný í kjölfar samdráttar í heimsfaraldrinum með greiðu aðgengi á ný, samfellu í þjónustu og fullnægjandi fjármögnun segir í ályktunum fundarins.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga