Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta sagði Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala í Morgunútvarpinu á Rás 2 á föstudag. Hún ræddi lagabreytingu sem samþykkt var á lokadögum Alþingis sem kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Anna Margrét sagði að samkvæmt lagabreytingunni kæmi sameiginlegt fagráð heilbrigðisstarfsfólks, sem forstjóri viðkomandi heilbrigðisstofnunar skipar, í staðinn fyrir lækna- og hjúkrunarráð. Læknaráð hefði verið starfrækt við Landpítalanna í áratugi og gegndi þar margvíslegum hlutverkum, meðal annars faglegu aðhaldi fyrir forstjórann.
„Þetta nýja frumvarp sem var lagt fram í haust var ekki ánægjuefni fyrir okkur og við mótmæltum þessum breytingum á frumvarpinu í haust og svo aftur núna í janúar,“ sagði Anna Margrét á föstudag.
Hér má hlusta á viðtalið í Morgunútvarpinu
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga