Gerir úttekt á þörf fyrir taugalækna

Alma Möller, landlæknir ætlar að láta gera úttekt til að meta þörf fyrir taugalækna og aðgengi að þeim áður en hún tjáir sig um úrskurð velferðarráðuneytisins. Sjúkratryggingar synjuðu taugalækni um aðild að rammasamningi sérfræðinga og heilbrigðisráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu.   
 

Landlæknir vill meta þörfina áður en hann tjáir sig um hvort þjónustan sé næg eða ekki.  

Skoða á biðtíma, bæði á göngudeild taugalækninga á Landspítala og einnig hjá sjálfstætt starfandi taugalæknum. Einnig verður rætt við bæði sjúklinga og lækna. 

Sjá nánar frétt á ruv.is