Góður árangur án almennilegra lyfja - Már Kristjánsson hjá ÍE

Engin sértæk meðferð er við COVID-19 enn sem komið er. „Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH,  á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Vísir greinir frá.

Hann sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafa leikið stór hlutverk í árangrinum.

Sjá má erindi Más á hjá Íslenskri erfðagreiningu í frétt Vísis hér.