Haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á vísi að hægur stíganda sé á COVID-19 faraldrinum enn sem komið er.
„Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már.
95. upplýsingafundur almannavarna var haldinn í dag og er hægt að nálgast fundinn hér.
Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt, segir hér á Vísi.
Mynd/Skjáskot/Vísir
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga