Hlynur Níels Grímsson hætti sem krabbameinslæknir vegna óánægju með stjórn og úrræðaleysi á Landspítalanum. Hann hóf þess í stað sérnám í heimilislækningum í þeim tilgangi að geta starfað utan Landspítalans hér á landi.
„Fyrir mér snýst þetta um prinsipp,“ segir Hlynur Níels í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. „Ef það eru ákveðnir hlutir sem þú getur ekki sætt þig við þá tel ég að það sé hreinlegra að fara heldur en að vera nöldrandi næstu 15 árin. Það er ekki ég,“ bætir hann við, en Hlynur útskrifaðist sem krabbameinslæknir árið 2002.
Hlynur segir í samtali við Læknablaðið að ákvörðunin hafi verið sár og erfið. Hann sér hins vegar ekki eftir ákvörðuninni.
„Ég lokaði dyrunum síðasta daginn í apríl 2017 og hugsaði, ég stíg aldrei hér inn fæti aftur. En svo til að ná mér í réttindi sem heimilislæknir verð ég að klára ákveðna hluti. Ég varð því að snúa aftur.“
Sjá nánar frétt á frettabladid.is
Sjá viðtalið við Hlyn í heild sinni á laeknabladid.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga