Sóttvarnaryfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fara í harðari aðgerðir, sagði Fanney Birna Jónsdóttir í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gær sunnudag. Fanney ræddi við Björn Zoëga, forstjóra Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi um ástandið þar og COVID-19.
Björn sagði að menn sæju á tölum að yngri kynslóðin í Svíþjóð hafi verið kærulausari. Töluverðar takmarkanir hafi verið settar sem hafi virkað hratt. Fólk sé nú orðið þreytt á þeim og eigi erfitt með að skilja samhengið og því þurfi nú að grípa fastar inn í.
„Í sænska kerfinu fara menn varlega,“ sagði Björn og benti á að valdinu væri dreift milli borga, sveitarfélaga og ríkisins. „Þeir voru of seinir að loka hjúkrunarheimilunum.“
Björn sagði frá því að í fyrstu bylgjunni hafi um 600 sjúklingar legið inni á spítalanum. Gjörgæslan hafi verið fimmfölduð. Nú væru þeir 170 og gjörgæslan tvöfalt stærri en fyrir heimsfaraldurinn.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga