„Á hverju ári deyja milli tíu til fimmtán manns undir fertugu svokölluðum skyndidauða, sem einnig kallast að verða bráðkvaddur. Þetta er fólk sem virðist oft í fljótu bragði heilsuhraust en undir niðri liggur sjúkdómur eða hjartagalli sem enginn vissi af,“ segir í frétt Fréttablaðsins af málþingi um skyndidauða ungs fólks af Læknadögum.
Málþingið er í dag og spurt hvað veldur? Það hefst kl. 13.10
„Skyndidauði hjá ungum einstaklingi veldur oft gríðarlegum óhug hjá fjölskyldu og í nærumhverfinu því þetta getur verið algerlega ófyrirséð. Þetta er fólk sem virðist vera í blóma lífsins,“ segir Davíð O. Arnar, hjartalæknir á Landspítala.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga