Gert er ráð fyrir að 135 milljónir verði með sjúkdóm sem veldur heilabilun árið 2050.
Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og yfirmaður heilabilunareiningar Landspítalans, segir í Stundinni nú í sumar að aðgerðaráætlun stjórnvalda í þjónustu við fólk með heilabilun mikið fagnaðarefni. Góð þjónusta verði hér á landi við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra ef ráðist verði í allar þær umbætur sem þar sé að finna.
„Ég hef talað um faraldur 21. aldarinnar vegna þess að heilabilun er afar algeng og fyrirsjáanlegt að sjúklingum með Alzheimer eigi eftir að fjölga gríðarlega á næstu árum og áratugum,“ segir hún í Stundinni.
Mynd/Skjáskot/Stundin
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga