„Veirusýkingar eru misskæðar; sumar mjög skæðar. Eitt af einkennum veirusýkinga er þreyta en það sem kemur kannski á óvart með kórónuveiruna er þessi ofboðslega þreyta sem fólk upplifir. Fólk verður svo hryllilega þreytt,“ segir Már Kristjánsson í viðtali við Sunnudag Morgunblaðsins nú um helgina.
„Svo eru það hefðbundin öndunarfæraeinkenni, eins og særindi í hálsi og hósti. Þá verða sumir mjög veikir og það er það sem er svo uggvænlegt,“ segir hann. Einkennin séu mismunandi eftir því hvenrig hún berist í líkann.
„Þegar við skoðum nánar hvernig veiran kemst inn í líkamann sér maður að viðtakar hennar eru ekki bara í lungum, heldur geta þeir verið í hjarta og meltingarvegi. Þannig verða einkennin hjá sumum, sennilega minnihluta fólks, mjög víðtæk,“ segir hann.
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga