Heilaþokan áhyggjuefni - Már á mbl.is

„Veiru­sýk­ing­ar eru mis­skæðar; sum­ar mjög skæðar. Eitt af ein­kenn­um veiru­sýk­inga er þreyta en það sem kem­ur kannski á óvart með kór­ónu­veiruna er þessi ofboðslega þreyta sem fólk upp­lif­ir. Fólk verður svo hrylli­lega þreytt,“ segir Már Kristjánsson í viðtali við Sunnudag Morgunblaðsins nú um helgina.

„Svo eru það hefðbund­in önd­un­ar­færa­ein­kenni, eins og sær­indi í hálsi og hósti. Þá verða sum­ir mjög veik­ir og það er það sem er svo uggvæn­legt,“ seg­ir hann. Einkennin séu mismunandi eftir því hvenrig hún berist í líkann.

„Þegar við skoðum nán­ar hvernig veir­an kemst inn í lík­amann sér maður að viðtak­ar henn­ar eru ekki bara í lung­um, held­ur geta þeir verið í hjarta og melt­ing­ar­vegi. Þannig verða ein­kenn­in hjá sum­um, senni­lega minni­hluta fólks, mjög víðtæk,“ seg­ir hann.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Lesa má viðtalið hér.