Heilbrigðisráðherra aftur fram - Svandís Svavarsdóttir í Kastljósi

„Ef félagar mínir eru til í það þá er ég til í það að taka eina lotu í viðbót að minnsta kosti. Ég held að þetta snúist um það hvort að manni finnst maður eiga erindi og mér finnst ég eiga það og fullt af verkefnum framundan." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Kastljóss á mánudagskvöld. Hún stefnir á að gefa kost á sér í næstu Alþingiskosningum.

Hún fór yfir margt í þættinum. Meðal annars nýjasta minnisblað sóttvarnarlæknis. „Vonandi erum við komin fyrir vind. Það leit ekki vel út fyrir viku síðan." Upphafi fjórðu bylgju hafi verið afstýrt, sagði heilbrigðisráðherra í viðtalinu en í gær var ár frá því að samkomubann var fyrst sett á hér á landi vegna faraldursins.

Mynd/Skjáskot/Kastljós

Sjá frétt og Kastljósið hér.