Fulltrúar yfir 350 félagasamtaka, sem 40 milljónir heilbrigðisstarfsmanna tilheyra, hvöttu í dag, þriðjudaginn 26. maí 2020, leiðtoga G20 þjóðanna til heilbrigðs bata frá heimsfaraldrinum. #HealthyRecovery
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, er meðal þeirra sem rita undir ályktunina.
Í henni segir meðal annars að heilbrigðisstarfsmenn standi saman að því að styðja raunsæja og vísindalega nálgun við stjórnun COVID-19 heimsfaraldursins. „Í sama anda erum við líka sameinuð til stuðnings heilbrigðs bata (e. healthy recovery) frá þessari kreppu.“
Í ályktuninni er vakin athygli leiðtoganna á því að fyrir COVID-19 hafi loftmengun; fyrst og fremst vegna umferðar-, óhagkvæmrar orkunotkunar til húshitunar og matseldar, brennsla úrgangs- og landbúnaðarvenjur - þegar haft skaðleg áhrif á líkama okkar. Ástandið hafi leitt til sjö milljóna ótímabærra dauðsfalla á ári hverju.
Eigi að ná heilsusamlegum bata verði að taka á mengun í lofti og drykkjarvatni. Áframhaldandi loftslagsbreytingar og eyðing skóga sem mögulega valdi nýrri heilsufarsógn viðkvæmari þjóða muni ekki líðast. Í heilbrigðu hagkerfi og nútímasamfélögum sé hugsað um viðkvæmustu þjóðfélagshópana. Starfsmenn þurfi að hafa aðgang að vel launuðum störfum sem ekki auki á mengun eða niðurbrot náttúrunnar; borgir þurfi að setja gangandi og hjólandi umferð í forgang sem og almenningssamgöngur.
„Náttúran blómstrar, við byggjum upp ónæmi fyrir helstu smitsjúkdómum og engum er ýtt yfir fátæktarmörk vegna heilbrigðiskostnaðar,“ stendur þar. Til að byggja upp slík hagkerfi verði að nýta horfa til nýrrar umbunar til stuðnings heilbrigðara og sveigjanlegra samfélags.
Stjórnvöld verði að huga að því þegar skipt verði frá jarðefnaeldsneyti yfir í nýja orkugjafa að breytingarnar gætu gefið af sér tæplega 100 milljarða dollara milli 2020 og 2050.
Það sem heimurinn þarfnist núna sé #HealthyRecovery og aðgerðaáætlun yfirvalda verði að vera í takti við það.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga