Heilbrigðisútgjöld íslenska ríkisins námu um sjö prósentum af landsframleiðslu árið 2018. Þetta er samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat sem Kjarninn greinir frá. Þar segir að þetta sé nær prósentustigi lægra en í Evrópusambandinu og meira en einu og hálfu prósentustigi lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Íslendingar vörðu samkvæmt fréttinni 8,5 prósentum af landsframleiðslu í einka- og ríkisrekna heilbrigðisþjónustu. „Þetta var nokkuð lægra hlutfall en í Evrópusambandinu, þar sem heildarútgjöldin námu að meðaltali 9,9 prósentum af landsframleiðslu.“
Útgjöld Svisslendinga til heilbrigðisþjónustu voru mest af þjóðunum 32 sem mældar voru en minnst í Lúxemborg, ef tekið er tillit til landsframleiðslu.
Mynd/Skjáskot/Kjarninn
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga