Læknafélagðið leitast nú við að fylgjast með læknum sem hafa farið í sóttkví eða smitast af völdum SARS-CoV-2 veirunnar sem leiðir til COVID-19 sýkingar. Þetta er gert til þess að Læknafélagið geti haft yfirlit yfir afdrif lækna í þessum faraldri og nýtt þá þekkingu til vinnuverndar og bæta starfsskilyrði og réttindi lækna. Kristinn Tómasson geð - og embættislæknir og Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir hafa umsjón með þessu verkefni sem er að frumkvæði formanns læknafélagsins Reynis Arngrímssonar.
Nánar verður greint frá þessu í næstu viku og hvernig upplýsingum verður safnað og skráð. Gert er ráð fyrir að þegar faraldurinn er genginn yfir verði skrifuð grein um þetta í Læknablaðinu til að miðla af reynslu íslenska læknahópsins. Trúnaður og þagnarskylda gildir um allar upplýsingar og engar persónugreinanlegar upplýsingar eða gögn verða birt eða komið á framfæri.
Læknum er í sjálfsvald sett hvor þeir vilja taka þátt, en þátttaka í þessu verkefni felur í sér upplýst samþykki. Söfnun upplýsinga hefur verið tilkynnt til Persónuverndar.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga