Heilsugæslunni hafi ekki verið sagt að leghálssýnatakan væri útboðsskyld - Vísir

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í frétt á Vísi heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. „Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana,“ segir í frétt Vísis.

Í fréttinni segir að þegar Vísir hafi farið þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, hafi miðlinum borist eftirfarandi svar:

„HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“

Mynd/Skjáskot/Vísir

 

Sjá frétt Vísis hér.