„Ágætu þátttakendur. Nú er komið að lokum Læknadaga,“ sagði Reynir Arngrímsson, formaður LÍ, í ávarpi sínu við lok Læknadaga 2021. Hann sagði að enn einu sinni hafi læknar verið minntir á mikilvægi vísinda til framþróunar í læknisfræði og skyldum greinum.
„Vísindaleg nálgum með gagnreyndum aðferðum sem taka stöðugum framförum eru frumgildi lækninga. Við sjáum að á læknisævi núlifandi lækna hefur orðið bylting í þekkingu og meðferðarúrræðum sem hægt er að grípa til og veita: Hröðunin í þekkingarsköpuninni er slík að erfitt er að fylgjast með á öllu vígstöðvum sér – og hliðargreina læknisfræðinnar,“ sagði hann.
„Samkomur lækna og símenntunarráðstefnur eru mikilvægir hlekkir miðlinar þekkingar og framþóunar auk þess að vera gleðileg samverustund til eflingar félagslegrar samstöðu og á samtakamætti læknastéttarinnar.“
Hann minnti á að beita verði vísindum af hugkvæmni og yfirvegum en líka innan siðrænna marka og sæta stöðugri rýni. „Í dag stendur mannkyninu ógn af heimsfaraldri sem geisar og ekki sér fyrir endan á. En heimsbyggðinnni hefur í áratugi staðið ógn af annari vá. Af notkun eða misnotknun kjarnorkuvopna.“ Hann sagði frá því að Læknafélag Íslands stæði þennan dag, 22. janúar, ásamt öðrum félagasamtökum og Mannréttindaskrifstofu Íslands að áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, sem tók gildi í dag.
„Kjarnorkuvopn hafa í för með sér óafturkræfan eyðileggingarmátt. Engin læknis- eða mannúðaraðstoð er möguleg strax í kjölfar kjarnorkuárásar. Til frambúðar hefur slík árás skelfilegar afleiðingar fyrir mannfólk, dýraríki, umhverfi og loftslag. Á þetta hefur LÍ bent á bæði í umsögn um þingsályktunartillögu sem lá fyrir Alþingi og á fyrri tíð þegar Samtök lækna gegn kjarnorkuvá innan LÍ voru og hétu. Við höfum ítrekað okkar afstöðu.“
Reynir ræddi COVID-19 og hvernig þessi kórónuveira hefði verið krufin á þremur málþingum á Læknadögum. Farið hafi verið yfir stöðuna í dag í víðu ljósi. „Allt frá grunn líf – og læknisfræði. Meðferðarúrræði, bólusetningar, lýðheilsa og viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Áhrif á geðheilsu og gagnrýni á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda hafa komið fram. Hlutverk vísinda og stöðu sérfræðinga, siðfræðileg álitaefni og hagræn áhrif. Þá var fjallað um sögu farsótta sem stefnt er að því að miðla til almennings í anda opinna dagskrár undanfarinna læknadaga.“
Hann minnti á ályktun Læknafélagsins frá því í vor um covid-19 og bágborna stöðu flóttamanna í Evrópu:
„...Prófraun á mannúð þjóða og siðmenningu er hvernig þær bregðast við neyð þeirra sem verst standa og eiga sér hvergi heimili. Læknar biðja stjórnvöld Evrópuþjóða um að taka höndum saman um að vernda flóttafólk frá faraldinum jafnt sem eigin borgara. Mannvirðing á sér ekki þjóðerni. Heilsuvernd, lækning og líkn á sér ekki ríkisfang....“
Hann sagði vert í ljósi umfjöllunar um aðgengi að bóluefnum að minna á samþykkt norræna læknaráðsins sem í sitja formenn norrænu læknafélaganna fimm um gegnsæji og jafnræði við samninga og verðlagningu lyfja, bóluefna og annarra lækningatækja sem send verða ríkisstjórnum allra Norðurlandanna.
Hann benti á að 130 læknar og innlendir fræðimenn hafi tjáð sig á yfir 30 málþingum. „Samanlagt nær fræðsludagskráin um eða yfir 100 klst. og voru skráðir þátttakendur tæplega 900 þegar síðast var talið.“ Fjallað sé í vaxandi mæli á Læknadögum um áhrif áfalla- og streitu, á velferð og líðan samborgaranna. “Í ár var fjallaðum sorgina. Um sorgarviðbrögð og sorgarúrvinnslu.“ Þörfin fyrir símenntun og að læknar miðli framförum og árangri úr sínum sérgreinum hver til annars fari stöðugt vaxandi og eigi Læknadagar í janúar þar fastan sess sem mikilvægt sé að rækta og hvetja lækna til að ástunda áfram með framlagi og þátttöku.
„Við munum seint geta fullþakkað þeim úr okkar röðum sem gera Læknadaga mögulega,“ sagið hann og að velferð sjúklinga og samtal um þjónusta við þá hafi fenigð veglegan sess í ár. „Má þar nefnda málþing um forvarnir, heilsuvernd og heilsueflingu. Ljósi var varpað á heilsubætandi áhrif sjósunds með þátttöku forseta Íslands.“
Hann dró dagskrána saman í lokaávarpi sínu og sagði ekki hægt að ljúka yfirferð um Læknadaga án þess að nefna mikilvægi styrktaraðila og þakka þeim framlag þeirra og stuðning til margra ára.
„Ég vil fyrir hönd stjórnar Fræðslustofnunar lækna og Læknafélags Íslands færa öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera Læknadaga 2021 að veruleika í breyttri mynd á óvenjulegum tímum innilegar og hjartanlegar þakkir. Sérstaklega Margréti Aðalsteinsdóttur og Sólveigu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra, tækniliði Hörpu og Advania. Fyrirlesurum og gleðigjöfum. Það hefur verið ævintýri að fylgjast með fæðingu nýrra Læknadaga og horfa á þá verða að veruleika.“
Sjáðu lokaávarpið í heild sinni hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga