Hjartaaðgerð sjúklings frestað sex sinnum

Stjórn Læknaráðs Landspítalans lýsir yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Dæmi sé um að aðgerð hjá sjúklingi hafi verið frestað sex sinnum.
 

Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir hafi þurft að þola endurteknar frestanir á seinustu stundu. Í fyrra var ríflega þriðjungi allra hjartaaðgerða frestað vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu og fimmtungi vegna annarra þátta. Dæmi eru um að fresta hafi þurft hjartaaðgerð allt að sex sinnum hjá sama sjúklingi.  

                                                                                           Sjá frétt á RUV