„Í gær var birt reglugerð um sæbjúgu og ígulker en ekki um þjónustu við tvö þúsund sjúklinga. Þetta hljómar bara eins og sturlun í mín eyru, að einhver gleymi að birta jafn mikilvægar upplýsingar og um réttindi sjúklinga til greiðsluþátttöku fyrir nauðsynlega þjónustu.“
Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, um reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, endurgreiðslureglugerðina svokölluðu í daglegu tali, sem lauk sínum gildistíma í gær og hefur ekki verið framlengd. „Samningar Sjúkratrygginga við sérgreinalækna féllu úr gildi 31. desember 2018 og síðan hafa engir samningar gilt en [heilbrigðis]ráðherra hefur sett endurgreiðslureglugerð eins og honum ber að gera lögum samkvæmt og hefur svo framlengt þessa reglugerð í nokkra mánuði í einu,“ heldur Ragnar áfram.
Hér má lesa viðtalið við Ragnar Frey á mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga