Mikilvægt er að ráðleggingar um þjálfun og næringu séu byggðar á gagnreyndum aðferðum og vönduðum rannsóknum. Þetta segja þær Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Birna Varðardóttir og Elísabet Margeirsdóttir, Gréta Jakobsdóttir, Vaka Rögnvaldsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir í bréfi til Læknablaðsins.
Þær segja í blaðinu fáar rannsóknir benda til þess að lágkolvetnafæði bæti árangur í úthaldsíþróttum. „Það ýtir verulega undir aukna fitubrennslugetu líkamans en virðist einnig hamla nýtingu kolvetna sem orkugjafa við áreynslu vegna aðlögunar sem leiðir meðal annars af sér minni ensímvirkni í tengslum við niðurbrot glýkógens.“
Þær benda á að í nýlegri rannsókn á afreksíþróttafólki í keppnisgöngu versnaði keppnisárangur eftir aðlögun og þjálfun á háfitu lágkolvetnafæði en batnaði á kolvetnaríku fæði.
„Séu höfð í huga þau alvarlegu heilsufarsvandamál sem beinþynning og vöðvarýrnun hafa í för með sér er hæpið að mæla með lágkolvetnafæði eða föstu samhliða ákafri þjálfun, sér í lagi með hækkandi aldri.“ Sjáðu bréfið í Læknablaðinu hér.
Bréfið hefur vakið athygli. Rætt var í dag við Sigríði Láru í Samfélaginu á Rás eitt. Heyra má viðtalið hér.
Mynd/Skjáskot/Læknablaðið
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga