Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir.
Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar.
Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga