Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, hefur áhyggjur af þróuninni og segir kerfið vanbúið til að bregðast við vaxandi vanda. Þá hefur útköllum til lögreglu vegna tölvufíknimála fjölgað.
 

Björn segir í samtali við Síðdegisútvarpið að fyrstu tíðindin af þessum nýja faraldri hafi komið frá austurlöndum fjær, þar sem hin stafræna bylting gekk í garð. „Þeir lýstu fyrirbæri sem heitir hikikomor. Fyrirbæri sem er þegar einstaklingur einskorðar sitt líf við tölvuna og rúmið og ekkert annað kemst að,“ segir hann.

Björn segir jafnframt að árið 2013 hafi bandarísku geðlæknasamtökin sett „internet gaming disorder“ eða leikjafíkn sem vinnugreiningu. Nú síðast hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekið undir þetta, „að þetta sé verulegur klínískur veruleiki sem við þurfum að læra að bregðast við,“ segir Björn.

 

Hlusta á viðtal á ruv.is