Janssen áhugavert bóluefni - Björn Rúnar á Vísi og Stöð 2

„Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Vísir greinir frá.

„Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn.

Eins og Vísir greinir frá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður hafi verið talið.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjáðu fréttina á Vísi hér.