Kapphlaup um Alzheimerslyf - Þórunn á RÚV

Það væru stórar fréttir ef tækist að þróa lyf við Alzheimer-sjúkdómnum, sagði Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH í fréttum RÚV á laugardagskvöld. RÚV ræddi við Steinunni á Læknadögum. „Það verður verðmætt fyrir það fyrirtæki sem kemur fyrst í mark.“

Í fréttinni var bent á að ekkert lyf sem ræðst að rótum Alzheimers-sjúkdómsins hafi verið samþykkt. Nú séu aðeins gefin lyf sem haldi aðeins tímabundið einkennum niðri.

Þórunn fór yfir tíðindin um að lyf Biogen sem hreinsuðu Amyloid-prótínið úr blóði. „En það sem fékk fólk til að klóra sig svolítið í kollinum samt sem áður yfir er að samtímis sýndi lyfið ekki gríðarleg áhrif á einkenni sjúkdómsins,“ sagði Þórunn í fréttinni. „Það kom á óvart.“ Lyfið hafi þó leitt vísindamenn nær markinu. Kapp sé komið í leikinn og fleiri segi frá lyfi sem minnki einkenni sjúkdómsins.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Sjá frétt hér.