Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins, segir að breytingar sem gerðar voru á rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi þegar hann tók við vorið 2019 séu að skila sér.
„Náðist að skila afgangi upp á 73 milljónir sænskra króna, sem er umfram það sem að var stefnt, og veita tæplega 6% meiri þjónustu en samið hafði verið um,“ segir í frétt Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu. Einnig: „Karólínska sjúkrahúsið hefur verið í fjárhagserfiðleikum á undanförnum árum. Þegar Björn tók við í apríl 2019 stefndi í óefni.“
Greint er frá því í fréttinni að Björn hafi sagt 550 starfsmönnum upp, öllum „úr skrifstofu- og stjórnunarstöðum með það að markmiði að einfalda stjórnun, draga úr skrifræði og færa völdin nær fagstéttunum.“ Sparnaðurinn nemi 5% af rekstrarkostnaði. Starfsfólki hafi fækkað um 700.
Sagt er frá því að árangur Karólínska hafi vakið athygli í Svíþjóð og víðar. Stjórnendur spítala ætli að kynna sér reksturinn og reyna að læra af honum.
Hann er spurður hvort Landspítali hafi haft samband og svarar því neitandi. Landspítalinn sé í annarri stöðu því hann sé á föstum fjárlögum og geti ekki aukið tekjur með því að auka afköst.
Mynd/Skjáskot/Mbl.is
Áskrifendur geta lesið Morgunblaðið hér.
Útdráttur á fréttinni á mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga