„Erfiðleikarnir sem við stöndum frammi fyrir núna er hvernig við stjórnum þessum næstu mánuðina því þessi veira er komin til að vera,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, í Silfrinu á RÚV þennan sunnudag.
Hann fór yfir stöðuna í Svíþjóð nú á tímum kórónuveirunnar. Hann sagði að spítalinn hefði verið vel undirbúinn og fór yfir starfsemina og stöðuna í Svíþjóð.
Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum hafa rúmlega 1.500 manns hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19, fleiri en á hinum Norðurlöndunum. 94 hafa látist í Finnlandi, 164 í Noregi og 346 í Danmörku, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga