„Já, Reglan hefur verið mikil og góð kjölfesta í mínu lífi og okkar hjónanna. Ég á Reglunni margt að þakka. Við hjónin höfum verið samstiga og náð að halda vel utan um okkar börn,“ segir Kristján Þórðarson læknir í ítarlegu viðtali í 1. tölublaði Frímúrarans sem kom út nú í apríl og sjá má hér.
Kristján var kjörinn stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi í október. Hann tók formlega við því embætti við innsetningarathöfn í Regluheimilinu við Bríetartún 5 í Reykjavík laugardaginn 26. október 2019.
„Enginn siglir sléttan sjó í gegnum lífið og á erfiðum stundum hef ég fundið sterkt fyrir því hvað starfið í Reglunni og bræðurnir hér hafa gefið mér,“ segir hann í viðtalinu. Hann hafi þroskast, orðið betri maður og yfirvegaðri í Reglunni, „en það hefði kannski komið hvort sem er,“ bætir hann við.
Kristján segir frá því að hann hafi innritast í læknisfræði 1972 í Háskóla Íslands og lokið því námi í Danmörku. „Fór þar einnig í framhaldsnám í augnlæknisfræðum sem ég lauk 1986, og hef starfað sem augnlæknir í Reykjavík síðan.“
Hér má lesa viðtalið í heild sinni.
Mynd/Skjáskot
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga