Kynna nýjungar í læknisfræði

Hundruð bæklun­ar­lækna og rann­sak­enda eru nú sam­an kom­in í Reykja­vík vegna tveggja alþjóðlegra ráðstefna bæklun­ar­lækna sem fram fara á Hilt­on Hót­el Nordica.

Sú fyrri, ár­leg ráðstefna Alþjóðasam­taka gagna­grunna um gerviliðaskrán­ingu (ISAR), hefst í dag og stend­ur yfir til mánu­dags. Þar verða meðal ann­ars kynnt­ar rann­sókn­ir sem byggj­ast á upp­lýs­ing­um gagna­grunna um ísetta gerviliði og eft­ir­fylgni þeirra.

Síðan verður hald­in alþjóðleg ráðstefna bæklun­ar­lækna í nor­ræn­um sam­tök­um bæklun­ar­lækna (NOF). Norður­landaþjóðirn­ar, Hol­land, Eist­land og Lit­há­en eiga aðild að þeim sam­tök­um. Ráðstefn­an er frá miðviku­degi til föstu­dags.

Um 5.500 bæklun­ar­lækn­ar eru fé­lags­menn í NOF. 

                                                                                    Sjá frétt á mbl.is