Hundruð bæklunarlækna og rannsakenda eru nú saman komin í Reykjavík vegna tveggja alþjóðlegra ráðstefna bæklunarlækna sem fram fara á Hilton Hótel Nordica.
Sú fyrri, árleg ráðstefna Alþjóðasamtaka gagnagrunna um gerviliðaskráningu (ISAR), hefst í dag og stendur yfir til mánudags. Þar verða meðal annars kynntar rannsóknir sem byggjast á upplýsingum gagnagrunna um ísetta gerviliði og eftirfylgni þeirra.
Síðan verður haldin alþjóðleg ráðstefna bæklunarlækna í norrænum samtökum bæklunarlækna (NOF). Norðurlandaþjóðirnar, Holland, Eistland og Litháen eiga aðild að þeim samtökum. Ráðstefnan er frá miðvikudegi til föstudags.
Um 5.500 bæklunarlæknar eru félagsmenn í NOF.
Sjá frétt á mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga