Ragnar Freyr Ingvason segir mettaða fitu vera skaðlausa í réttum magni en fólk ætti að að gæta sín á mikið unnum kolvetnum.
„Nýlega birtust niðurstöður PURE-rannsóknarinnar í Lancet og voru þær kynntar á Evrópuþingi hjartalækna sem haldið var í Barcelona á Spáni. Um er að ræða geysilega stóra og umfangsmikla faraldsfræðilega rannsókn með 135 þúsund þáttakendum sem spannar fimm heimsálfur,“ segir Ragnar sem kynnti sér málið ítarlega en Ragnar er meðal annars gigtarlæknir.
„Í þessari rannsókn var fólki á aldrinum 35-70 ára fylgt eftir í að meðaltali 7,4 ár og var fæðuinntaka þessara þátttakenda skráð með notkun á víðtækum spurningalista í upphafi rannsóknarinnar og svo handahófskennt úrval úr hverju landi eftir því sem leið á rannsóknina. Þessu fólki var svo fylgt eftir og öll dauðsföll skráð sem og sjúkdómar í hjarta og æðakerfi (hjartaáföll, heilaslag, hjartabilun) og einnig dauðsföll af öðrum orsökum en af völdum hjarta og æðasjúkdóma,“ segir Ragnar en niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið þó nokkra athygli þar sem þeir einstaklingar sem neyttu hvað mestra kolvetna samanborið við þá sem borðuðu minnst af kolvetnum voru í 28 % .......
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga