Þann 15. ágúst rann út frestur til skrá félagsaðild með atkvæðisrétti í LÍ, en á þeim grunni er ákvarðaður fulltrúafjöldi aðildarfélaganna á aðalfundi LÍ í haust. Aðildarfélögin sem nú eiga fulltrúa á aðalfundinum 2018 eru Félag almennra lækna (FAL), Félag íslenskra heimilislækna, (FÍH), LR (Læknafélag Reykjavíkur) og Félag sjúkrahúslækna (FSL) sem stofnað var fyrr á þessu ári.
Niðurstaðan varð sú að skráðir félagsmenn í FAL eru 340 og hefur það 17 fulltrúa á aðalfundi LÍ. FÍH félagsmenn eru 198 og hefur það 10 fulltrúa. Í FSL eru 374 og 17 fulltrúar. LR er stærst aðildarfélaga með 463 félagsmenn og 21 fulltrúa á aðalfundinum. Fjöldi félagsmanna sem skiptast á milli þessara félaga eru í dag 1.296 og heildarfjöldi fulltrúa á aðalfundi LÍ 65. Hluti þessara félagsmanna eða 158 skiptu atkvæði sínu á milli tveggja félaga og teljast félagsmenn í tveimur félögum.
Dágóður hópur félagsmanna, sem ekki hafði áður falið neinu núverandi aðildarfélaganna fjögurra atkvæði sitt lét ekki vilja sinn í ljósi að þessu sinni og teljast þeir ekki með þegar fjöldi fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi LÍ 2018 er ákvarðaður. Þeir geta hinsvegar hvenær sem er tilkynnt skrifstofu LÍ hvaða aðildarfélagi þeir kjósa að fela atkvæði sitt. Til að sú breyting öðlist gildi fyrir aðalfund LÍ árið 2019 þarf sú tilkynninga að berast LÍ eigi síðar en 15. desember 2018. Auk félagsmanna sem greiða félagsgjald til LÍ eru um 800 læknar starfandi erlendis og læknar eldri en 70 ára eru ríflega 250. Alls eru því tæplega 2500 læknar tengdir LÍ á einn eða annan hátt.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga