Læknafélagið vill fleiri lækna í stjórn Landspítala


Formaður Læknafélagsins hefði viljað hafa að minnsta kosti einn lækni, með mikla þekkingu á íslensku heilbrigðiskerfi, til viðbótar í stjórn Landspítalans. Að öðru leyti er félagið sátt við stjórnina.
Ný stjórn Landspítalans var kynnt til leiks í gær. Læknirinn Björn Zoëga, sem er forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, er formaður stjórnar. Önnur í stjórn eru Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið nokkuð ánægt með mönnun stjórnarinnar. Það hefði þó að minnsta kosti viljað sjá einn lækni til viðbótar í stjórninni, þar sem mikilvægt sé að hluti stjórnarinnar hafi víðtæka reynslu af heilbrigðiskerfinu.

Sjá nánar frétt á ruv.is