Læknar án landamæra halda í september tvo kynningarfundi á Íslandi, um störf á vettvangi hjá samtökunum.
Öll sem hafa áhuga á að sinna vettvangsstarfi fyrir Lækna án Landamæra eru eindregið hvött til að mæta á upplýsingafund áður en sótt er um starf hjá samtökunum. Samtökin leita ekki eingöngu að starfsfólki innan heilbrigðisgeirans heldur einnig fólki með fjölbreyttan bakgrunn í öðrum greinum, m.a. mannauðstjórnun.
Fundurinn verður haldinn á ensku.
Upplýsingafundur á Akureyri, 14. september nk.
Tengill á Facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/1239378473477983
Á fundinum munt þú hitta deildarstjóra geðheilbrigðismála og starfskonu okkar á vettvangi, Helenu Jónsdóttur en hún mun deila reynslu sinni sem sálfræðingur og gefa innsýn inn í það hvernig er að vinna á vettvangi fyrir Lækna án landamæra.
Upplýsingafundur í Reykjavík, 15. september nk.
Tengill á Facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/425544746209698
Á fundinum munt þú hitta verkefnastjóra og mannauðsstjórann, Láru Jónasdóttur, sem mun deila af reynslu sinni í þessum hlutverkum á vettvangi og hvernig er að vinna fyrir MSF. Einnig muntu hitta Gunnar Auðólfsson lækni sem unnið hefur fyrir samtökin á vettvangi og mun deila af reynslu sinni í því hlutverki.
Um Lækna án landamæra:
Læknar án landamæra eru hlutlaus og sjálfstæð heilbrigðis- og mannúðarsamtök sem bjarga mannslífum og vinna við neyðaraðstoð. Samtökin vinna þar sem neyðin er mest, óháð því hver á í hlut eða hvers vegna fólk er hjálparþurfi.
Gagnlegir tenglar:
Vinsamlega hafðu samband við rekruttering@legerutengrenser.no ef þú þarft frekari upplýsingar.
Tengiliður fyrir fjölmiðla á Íslandi:
Helena Jónsdóttir (helenajons@gmail.com) s. 6617008
Lára Jónasdóttir (larajonasdottir@gmail.com) s. 6947740
Hlökkum til að sjá öll áhugasöm.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga