Örvæntingarástand ríkir á Landspítala vegna óviðunandi langvarandi álags á starfsfólk. Ástandið hefur varað lengi en nú eru læknar sumir hverjir við það að gefast upp.
"Þetta er mjög flókinn langvarandi vandi, það hefur verið bent á að Landspítalinn hefur verið undirfjármagnaður alveg frá hruni, fjárframlögin hafa vissulega aukist núna bara alveg á síðustu árum en stofnun sem er búin að vera í svelti í svona lengi það þarf að gera miklu betur ef duga skal gagnvart henni. Að vera kominn uppí eitthvað fjárframlag sem er að fara að nálgast það sem var fyrir hrun núna ári 2022 og líka við erum nýbúin að fara í gegnum heimsfaraldur sem auðvitað setti gríðarlegt aukaálag á kerfið, það er engan veginn nóg" segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins m.a. í viðtali við Spegilinn.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga