Læknar og lýðheilsa

Málþing á vegum lýðheilsuráðs Læknafélags Íslands, verður haldið 2. nóvember 2023, kl. 15-18, í Hlíðarsmára 8, Kópavogi, en jafnframt streymt til félagsmanna í gegnum TEAMS.

DAGSKRÁ

  • Alma D. Möller, landlæknir: Lýðheilsa í víðu samhengi.
  • Kristín Sigurðardóttir, slysa – og bráðalæknir: Óskalisti bráðalæknis.
  • Lilja Sigrún Jónsdóttir, heimilislæknir: Úr reykingum í nikótín - málið leyst?
  • Kaffihlé kl. 15:45
  • Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir: Offita, sjálfskaparvíti eða samfélagsmein?
  • Hans Jakob Beck, lungnalæknir: Kulnunarsamfélagið.
  • Björn Logi Þórarinsson, taugasjúkdómalæknir: Aðgerðaráætlun gegn slagi í Evrópu (SAPE) innan Íslands - verkefnið, markmið, núverandi staða og áætlun.
  • Kristján Þór Gunnarsson, heimilislæknir: Frúktósi, úlfur í sauðagæru?
  • Kristján G. Guðmundsson endurhæfingarlæknir og verkjalæknir: Ganga, flestra meina bót.
  • Panel umræða kl. 17:30