Kjarabarátta hefur staðið allt of lengi að mati læknaráðs Landspítalans sem lýsir miklum áhyggjum af ástandi á fæðingardeild spítalans vegna uppsagna ljósmæðra og kjaradeilu þeirra við ríkið í ályktun sem það sendi frá sér í dag.
Í ályktuninni segir að ljósmæður vinni mikilvægt starf við umönnun kvenna á meðgöngu. Á Íslandi hafi náðst mjög góður árangur í fæðingaþjónustu þegar skoðaðar eru tölur um burðarmálsdauða og mæðradauða. Samstarf ljósmæðra og lækna í umönnun kvenna á meðgöngu sé þar lykilatriði.
„Heilbrigðiskerfið virkar sem keðja og ef einn hlekkur hennar er ekki til staðar þá rofnar þjónustan og hætta er á að ekki takist að halda í þann góða árangur sem við höfum náð í fæðingaþjónustu á Íslandi,“ segir ráðið.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga