Reynir Arngrímsson skrifar grein í Morgunblaðinu 26.7. sl undir heitinu Læknarnir okkar. Í greininni segir Reynir m.a.:
"Fullnægjandi mönnun í sérgreinum læknisfræðinnar er helsta trygging fyrir sjálfbærri nútímalæknisþjónustu og öryggi sjúklinga. Samkvæmt skýrslu OECD, Health at a Glance (2021) kemur fram að starfandi á Íslandi voru 3,9 læknar á hverja 1000 íbúa sem er nærri meðallagi í Evrópu. Þó heldur færri en ef borið er saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þar eru læknar 4,2 til 5,1 á hverja 1.000 íbúa. Innan Evrópusambandsins eru læknar 2,4 til 5,4 á hverja 1.000 íbúa. Fjöldi lækna sem skráðir eru með starfsleyfi á Íslandi í júní 2022 voru 3.176 skv. starfsleyfaskrá landlæknis. Læknar yngri en 70 ára við lok árs 2022 teljast vera um 2.461. Í félagaskrá Læknafélags Íslands (LÍ) eru skráðir 2.624 læknar. Veittar höfðu verið 1.730
sérfræðiviðurkenningar en hluti lækna hefur sérfræðiviðurkenningu í fleiri en einni sérgrein. Til dæmis er algengt að lyflæknar hafi jafnframt hlotið starfsleyfi í einni af undirgreinum lyflækninga. Heildarnáms- og þjálfunartími læknis er langur, þar til hann getur hlotið starfsleyfi sem sérfræðingur eða um 12-14 ár. Sérnám lækna er fimm ár að jafnaði."
Greinina í heild sinni má lesa HÉR
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga