Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum góða. Hann sagði við RÚV að rými sé til að slaka á sóttvarnaaðgerðum eins og gert er í dag. Veiran sé þó ekki horfin. Færeyjar séu gott dæmi um hvað geti gerst ef slakað er of mikið á aðgerðum á landamærunum. Á miðnætti tóku nýjar sóttvarnareglur gildi. Grímuskylda er víðast hvar felld úr gildi.
Alls höfðu 6560 greinst með COVID-19 smit þann 25. maí síðastliðinn og 378.330 sýni tekin innanlands. Innlagnir á sjúkrahús í heimsfaraldrinum töldust þá 344, þar af 55 á gjörgæslu. Fullbólusettir voru 80.464, samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum á COVID.is, síðu Embættis landlækni. Andlát teljast 30 hér á landi en einn lést síðasta sólarhring. Landspítali var á óvissustigi og fjórir sjúklingar inniliggjandi þann 17. maí en ekkert andlát hafði þá orðið í fjórðu bylgjunni. Nú er einn inniliggjandi samkvæmt COVID.is.
Samkvæmt upplýsingum Johns Hopkins-háskólans hefur verið tilkynnt um 3,4 milljónir andláta um allan heim látist af SARS-CoV-2 veirunni á heimsvísu.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga