Alma Möller landlæknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heilbrigðisstéttum í kjölfar niðurstaðna könnunar um líðan og starfsaðstæður lækna. Niðurstöðurnar sýna að um helmingur kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreitni. Jafnframt kemur fram í niðurstöðunum að meirihluti kvenlækna telja sig undir miklu á álagi en Alma bendir jafnframt á að rannsóknir hafi sýnt að konur skili enn inn fleiri vinnustundum heima. Þetta kemur fram í viðtali við Ölmu í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.
Á læknadögum í Hörpu í janúar síðastliðnum voru kynntar niðurstöður könnunar um líðan og starfsaðstæður lækna. Könnunin var unnin í október á síðasta ári en alls bárust svör frá 728 læknum, eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi.
Í könnuninni kemur fram að tæplega fimmtíu prósent kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann á starfsævinni. Auk þess sögðu 7 prósent kvenlækna að þær höfðu orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað á síðustu þremur mánuðum. Þá höfðu 1 prósent karla orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað á síðustu þremur mánuðum og 13 prósent yfir starfsævina.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga