Landsmenn styðja fjölbreytt rekstrarform þó að samhljómur sé um að ríkið standi fyrir rekstri sjúkrahúsa, segir Þórarinn Guðnason, formaður Félags Reykjavíkur. Sjálfstætt starfandi aðilum sé svo greinilega treyst til að sjá um ákveðna hluta, til dæmis læknastofur og tannlækningar.
48% vilja að rekstrarform læknastofa sé jafnt milli hins opinbera og einkaaðila, 10 að það sé fyrst og fremst í höndum einkaaðila. 40% vilja að tannlæknastofur fullorðinna séu fyrst og fremst í höndum einkaaðila og að 20% séu það fyrst og fremst alveg.
Þórarinn tjáði sig í Morgunblaðinu um könnun BSRB um hverjir eigi að reka heilbrigðisþjónustu. Þar kemur fram í grafi að 68% landsmanna telja fyrst og fremst hið opinbera eiga að reka heilsugæslu, 29% að það eigi að vera jafnt; blandað kerfi og 3% að það eigi einkaaðilar fyrst og fremst að gera.
81% telja að hið opinbera eigi fyrst og fremst að stýra sjúkrahúsum, 17% að það eigi að vera jafnt en 2% að það eigi fyrst og fremst hið opinbera að gera.
Sjáðu frétt Morgunblaðsins hér.
Graf/Skjáskot/Mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga