Landspítali greiðir COVID-19 álag um mánaðamótin - Pistill Páls

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að ákveðið hafi að allt starfs­fólk Land­spít­al­a fái greidda umbun vegna álags í kjöl­far COVID-19 að honum, aðstoðarmanni hans, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum. Greiðslan verði innt af hendi  nú um mán­aða­mót­in. 

„Auðvitað var það svo að álagið var mismikið og því hefur starfsfólki verið skipt í hópa – annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra.“

Páll segir í pistlinum að útfærslan hafi verið flókin. „[E]n við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið.“

Í pistli sínum á vef Landspítala fer hann yfir mikil viðbrögð spítalans við Covid-19 faraldrinum og athyglina sem hann faraldurinn fékk á ársfundinum. 

„Við horfðum í baksýnisspegilinn á þennan kafla kófsins hverfa og höldum áfram veginn með mikinn lærdóm í farteskinu. Þar er af ótrúlega miklu af taka bæði í ferlum og starfsháttum, nýtingu fjarheilbrigðisþjónustu og eflingu göngudeildarstarfsemi en ekki hvað síst í vísindum og menntun. Maður getur ekki annað en enn eina ferðina fyllst gleði og stolti af því að tilheyra því öfluga starfsliði sem Landspítali hefur á að skipa.“

Mynd/Læknablaðið/gag

Lesa má pistil Páls hér.